Þorrablótið afstaðið
28.01.2008
Deila frétt:
![]() |
| Skemmtinefnd Kvenfélagsins |
Árlegt Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps var háð laugadaginn 26. janúar.
Að venju var hvert sæti skipað glaðbeittum Kjósverja, enda blót kvenfélagsins eftirsótt samkoma þar sem mikill metnaður er lagður í undirbúning þess. Hápunktur blótsins er heimtilbúin skemmtidagskrá þar sem engum er hlíft við blótsyrði.
Meðal efnis að þessu sinni var fuglaskoðunarferð undir leiðsögn Björns Hjaltasonar þar furðufuglum sveitarinnar voru sýndir og atferli þeirra lýst. Þá var frumsýnd ný heimildarmynd um atburði liðins árs séðir frá sérstæðu sjónarhorni.
