Fara í efni

Þrettándabrenna, jólaskemmtun og Svavar Knútur í Félagsgarði

Deila frétt:

Þrettándabrenna og jólaskemmtun.

Svavar Knútur skemmtir og jólasveinninn mætir. 
Jólin verða kvödd í Félagsgarði mánudaginn 6. janúar á þrettánda degi jóla kl. 19.

Svavar Knútur syngur og skemmtir, síðasti jólasveinninn kemur og kveður með tilheyrandi.
Kveikt verður í þrettándabrennunni kl. 20.

Að lokum verður boðið upp á heitt súkkulaði og kaffi í Félagsgarði.

Gestir eru kvattir til að taka með sér veitingar til að setja á sameiginlegt veisluborð.