Fara í efni

Þrettándabrenna við Félagsgarð

Deila frétt:

Haldin verður hin árlega þrettándabrenna við Félagsgarð í Kjós á morgun en veðurspáin er all góð.  Fólk er hvatt til að mæta við brennuna og taka börnin með. Kveikt verður í brennunni kl 20:30 og flugeldasýning hefst á sama tíma. Jólasveinarnir eru nú flestir á leið til síns heima enda þrettándi dagur jóla. Einn hefur lofað koma við á leið sinni heim og er aldrei  að vita nema hann hafi einhverja restar handa börnunum í pokahornum sínum.

Kvenfélagið mun bjóða uppá heitt kákó og meðlæti við hæfi