Þrettándabrennan 6. janúar
02.01.2013
Deila frétt:
Þrettándabrennan verður sunnudaginn 6. janúar við Félagsgarð (ef veður leyfir) og verður kveikt í henni kl 20:30. Vöntun er á hreinu efni í brennuna og eru íbúar hvattir til að koma með það á brennustæðið við Félagsgarð á sunnudaginn.
Heitt súkkulaði og kaffi verður í boði hússins og gott væri að hafa eitthvað að maula með.