Fara í efni

Þríkó í Kjós

Deila frétt:

Þríkó í samstarfi við Kjósarhrepp og Kaffi Kjós bjóða upp á þríþrautarkeppni við Meðalfellsvatn, SUNNUDAGINN 27. JÚLÍ, klukkan 09:00.

Syntir verða 1200 metrar í Meðalfellsvatni, hjólaðir 25 km inn í Hvalfjörð og hlaupið er 7 km við Meðalfellsvatn. 

Veitingar fyrir keppendur verða í boði Kaffi Kjós að keppni lokinni. 

Ráðlagt er að synda í galla, en gert er ráð fyrir að vatnið verði um 10-15°C. 

Engin sturtuaðstaða er á staðnum, en bent er á sundlaugar á Kjalarnesi Klébergslaug (20 km) og á Hvalfjarðarstörnd á Hlöðum (37 km).

Skráning fer fram hér:

Skráningargjald er 2000 kr.

Keppt verður í þremur aldursflokkum karla og kvenna: 16-39 ára, 40-49 ára og 50 ára +.

Mæting við Kaffi Kjós klukkan 08:00 þar sem afhending keppnisgagna verður og keppnisfundur klukkan 08:30. 

Keppnisbrautir (með fyrirvara um breytingar)

Synt í Meðalfellsvatni frá skiptisvæði austast í vatninu 600 m með norðurströndinni til vesturs, snúið við og synt til baka með ströndinni að skiptisvæði alls 1200 metrar.

 

http://thriko.is/index.php/frettir/item/130-kj%C3%B3sarspretturinn-%C3%BEr%C3%AD%C3%BEraut