Þrír framboðslistar í Kjósarhreppi
Kjörstjórn Kjósarhrepps ásamt fulltrúum þeirra framboða sem bjóða fram til sveitarstjórnar í kosningunum 29. maí, komu saman til fundar kl. 9:00 í Ásgarði. Í upphafi fundar lagði umboðsmaður K-lista,Kröftugir Kjósarmenn, fram munnlega tillögu um að framboðin drægju framboð sín til baka og að kosningarnar yrðu óhlutbundnar. Fulltrúar Á-lista höfnuðu tillögunni en fulltrúi Z-listans, Framfaralistans, tók ekki afstöðu. Að þeirri niðurstöðu fenginni hófst vinna við að fara yfir gögn framboðanna.
Þrír framboðslistar komu fram og voru þeir allir úrskurðaðir lögmætir.
Listarnir eru eftirfarandi:
Á-listinn,
1 Þórarinn Jónsson, bóndi, Hálsi.
2 Pétur Blöndal Gíslason, kerfisstjóri, Ásgarði.
3 Þórunn Stefanía Steinþórsdóttir, verktaki, Laxárnesi.
4 Björn G. Ólafsson, sjávarútvegsfræðingur, Þúfu.
5 Sunníva Hrund Snorradóttir, hundaræktandi, Brúnstöðum.
6 Ólafur Jónsson, stuðningsfulltrúi, Berjalandi.
7 Sigríður A, Lárusdóttir, auglýsingastjóri, Hurðarbaki.
8 Rósa Guðný Þórsdóttir, leikstjóri/leikari, Lækjarbraut 3.
9 Jón Gíslason bóndi, Baulubrekku.
10 Hermann Ingi Ingólfsson, ferðaþjónustubóndi, Hjalla.
K-listinn, Kröftugir Kjósarmenn
1. Guðmundur Davíðsson, bóndi, Miðdal.
2. Guðný G. Ívarsdóttir, bóndi og viðskiptafræðingur, Flekkudal.
3. Einar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri, Blönduholti.
4. G. Oddur Víðisson, arkitekt, Litlu Tungu.
5. Jón Ingi Magnússon, húsasmiður, Lækjarbraut 4.
6. Jóhanna Hreinsdóttir, bóndi, Káraneskoti.
7. Sigurður Ásgeirsson, verkamaður, Hrosshóli.
8. Anna Björg Sveinsdóttir, bóndi/stuðningsfulltrúi, Valdastöðum.
9. Kristján Oddsson, bóndi, Neðri-Hálsi.
10. Kristján Finnsson, bóndi, Grjóteyri.
Z-listinn, Framfaralistinn
1 Sigurbjörn Hjaltason, bóndi og oddviti, Kiðafelli.
2 Rebekka Kristjánsdóttir, sölustjóri, Stekkjarhóli .
3 Karl M. Kristjánsson, viðskiptafræðingur, Eystri Fossá .
4 Eva Mjöll Þorfinnsdóttir,nemi, Traðarholti.
5 Helgi A. Guðbrandsson, bóndi, Hækingsdal.