Þrjú hross í óskilum í Laxárdal.
22.06.2008
Deila frétt:
Af gefnu tilefni tilkynnist hér með, að eigendur að hrossunum sem eru auglýst hér að neðan hafa fundist og er því máli þessu lokið.
Frá því í vor hafa þrjú hross verið á vergangi í Laxárdal. Um er að ræða bleikálóttan hest með fíngerðri blesu, rauða hryssu og rauðblesótt hryssa, járnuð. Þau hafa haldið sig saman og hafa nú verið sett í aðhald á Reynivöllum. Hrossin hafa verið tilsögð til Kjósarhrepps sem óskilafénaður og verður óskað eftir að Sýslumaðurinn í Reykjavík hlutist til um uppboð þeirra án frekari eftirgrennslan að eigendum þeirra.
Þeir sem telja sig eiga tilkall til hrossanna eru beðnir að hafa samband við skrifstofu Kjósarhrepps eða Gunnar Kristjánsson á Reynivöllum, s.566-7036
Oddviti Kjósarhrepps