Fara í efni

Tilkynning frá Adam

Deila frétt:
Fræðslufundur á fimmtudaginn – Folaldasýning á sunnudaginn.
 
Hestamannafélagið Adam er komið með vefsíðu á fésbókinni-facebook. Yngsti meðlimur stjórnar félagsins; hún Ólöf Ósk í Miðdal,  stakk upp á tiltækinu og tók að sér að koma upp síðu fyrir félagið.  Þar mun félagið koma fréttum og tilkynningum á framfæri. Auk þess hvetjum við félagsmenn og aðra til að nýta sér þennan samskiptamöguleika félagsmanna á milli. 
Minnum  á fræðslufundinn með Ingimari Sveinssyni, fyrrv. bónda og kennara,  á fimmtudagskvöldið í Ásgarði, kl 20. Hann verður með magnað erindi og svarar svo fyrirspurnum.  Bændur, hestamenn og annað áhugafólk; ekki missa af þessu einstaka tækifæri. Gjald kr. 1500.
Hin árlega folaldasýning félagsins verður á sunnudaginn kl. 13, að Þúfu. Nú er um að gera og vera með. Munið að skrá folöld í síðasta lagi á fimmtudaginn.  Senda þarf IS-númer folalds eða: nafn, uppruna, lit, nafn ræktanda, móður og föður. Gjald kr. 1500 á folald. Senda má skráningu á bjossi@icelandic-horses.is eða í s: 895-7745.  Það verður feikna fjör á sýningunni. Hvetjum fólk til að koma og fylgjast með. Heitt á könnunni, piparkökur og fjör.
Sjáumst hress.
Stjórn Adams