Fara í efni

Til hamingju velunnarar Hvalfjarðar

Deila frétt:

Eins og komið hefur fram sótti Röst rannsóknarsetur um leyfi til rannsókna í Hvalfirði, til utanríkisráðuneytisins. Tilgangur þessara rannsókna er að auka vísindalegan og tæknilegan skilning á aðferðinni sem felst í aukningu á basavirkni sjávar (OAE) sem aðferðar til að fjarlægja koldíoxíð (CO2) úr andrúmsloftinu (CDR). Rannsóknin samanstendur af tveimur aðskildum rannsóknum sem stefna að því að sýna fram á CDR með því að nota vítisóda öðru nafni natríumhýdroxíð (NaOH) til að auka basavirkni sjávar í Hvalfirði sumarið 2025. 

Kjósarhreppur lagðist alfarið gegn þessum rannsóknum og skilaði ásamt Veiðifélaginu umsögn þar að lútandi til ráðuneytisins. Ráðuneytið hefur nú úrskurðað í málinu og hafnað beiðni Rastar um leyfið. Vel gert!