Fara í efni

Til landeigenda, lóðarhafa og rekstraraðila í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Til landeigenda, lóðarhafa og rekstraraðila í Kjósarhreppi

Kjósarhreppur vill beina vinsamlegum tilmælum til landeigenda, lóðarhafa og rekstraraðila, að þeir virði ákvæði um gildandi skiplag lóða og laga um mannvirki. t.a.m. er ekki heimilt að nota gáma sem varanlegt húsnæði eða geymslur. Sækja þarf um tímabundið stöðuleyfi fyrir alla gáma og aðra lausafjármuni ef áformað er að hafa slíkt á lóðum.

Nýleg skoðun starfsmanna Kjósarhrepps á ástandi og notkun lóða staðfestir að nokkuð er um svokallaða „óleyfisgáma“, þ.e. gáma og aðra lausafjármuni á lóðum sem eru án samþykktar í skipulagi og án stöðuleyfa embættis byggingarfulltrúa. Sérstaklega tengist þetta ákveðnum lóðum, þar sem gámar hafa verið langtímum á lóðum og eru notaðir án leyfis sem varanlegt húsnæði sem geymslur og/eða skýli fyrir vélbúnað eða annað. Í þeim tilfellum þar sem lóðarhafar/rekstraraðilar hafa ekki nú þegar heimild fyrir staðsetningu á gámum og/eða öðrum lausafjármunum á lóðum sínum, þarf lóðahafi/rekstraraðili að bregðast við og sækja um stöðuleyfi til embættis byggingarfulltrúa.

Fjarlægja skal af lóðum það sem ekki er heimild fyrir og/eða sækja um stöðuleyfi fyrir þeim lausafjármunum sem áformað er að hafa áfram á lóðinni. Umsókn um stöðuleyfi er rafræn um kjos.is - „mínar síður“ https://kjos.ibuagatt.is/login.aspx?ReturnUrl=%2f

Það er von Kjósarhrepps að landeigendur, lóðarhafar og rekstraraðilar bregðist vel við og vinni að tiltekt á lóðum og löndum og virði lóðamörk. Frekari uppl. og leiðb. má nálgast á eftirfarandi hlekk Húsnæðis og mannvirkjastofnunnar: https://www.hms.is/media/8896/261-umsokn-um-stoduleyfi-14.pdf

Nánari leiðbeiningar um stöðuleyfi og lausafjármuni er mikilvægt fyrir lóðahafa og rekstraraðila að kynna sér. Á vef Húsnæðis og mannvirkjastofnunnar má nálgast upplýsingar á eftirfarandi hlekki: https://www.hms.is/media/8896/261-umsokn-um-stoduleyfi-14.pdf
https://www.hms.is/media/8897/262-heimild-til-ad-fjarlaegja-lausafjarmuni-13.pdf

Meðalfellsvatn.

Nokkuð hefur, því miður, borið á slælegri umgengni við Meðalfellsvatn. Í því hafa m.a. falist jarðvegsframkvæmdir við vatnið sem gerðar hafa verið í óleyfi og færsla girðinga sem afmarka lóðir, ásamt umgengni við vatnið sem ekki er til sóma fyrir neinn.

Það skal áréttað að 10 metra hindrunarlaus umferð gangandi fólks er í gildi og er stranglega bannað að hreifa við gróðri og breyta ásýnd vatnsbakka eða fjöruborðs á nokkurn hátt. Þá er öll notkun hverskonar spilliefna við vatnið stranglega bönnuð.

Þeir sem eru uppvísir að hverskyns óleyfisframkvæmdum (og hafa verið) geta átt á hættu að verða látnir sæta ábyrgð, m.a. með því framkvæmdin verði gerð afturkræf af þeim, eða verði látnir greiða fyrir lagfæringarnar. Röskun á vatnsbakka Meðalfellsvatns

Það er von okkar að umgengni við vatnið sé eins og best verði á kosið, því það hagur allra að umgengni við þessa perlu okkar Kjósverja sé sem allra best. Þannig er best að njóta návistar við vatnið og þeirrar náttúru sem það hefur upp á að bjóða.

 

Bréf þetta var borið út og birt einnig á vef Kjósarhrepps

Með góðri kveðju,

Karl Magnús Kristjánsson, oddviti Kjósarhrepps og

Sigurður H. Ólafsson, skipulags- og byggingarfulltrúi Kjósarhrepps