Fara í efni

Tilboð opnuð í veiðirétt í Meðalfellsvatni

Deila frétt:

Tilboð voru opnuð í allan veiðirétt í Meðalfellsvatn laugadaginn 8. mars 2008.

Heimilt var að bjóða í réttinn fyrir n.k. ár og jafnframt til lengri tíma.

Þrjú tilboð bárust, frá Páli Björgvinssyni uppá 605 þúsund til eins árs, frá Ferðaþjónustunni að Hjalla til finn ára  að grunnufjárupphæð 1.050 þúsund sem hækkar árlega um 50 þúsund, og að lokum frá LAX ehf. til eins árs uppá 1.750 þús. Jafnframt gerði LAX ehf. frávikstilboð til þriggja ára að grunnupphæð 1.850 þús. með vísitölutryggingu.

Ekki lá fyrir formleg afgreiðsla Veiðifélags Kjósarhrepps á tilboðunum við vinnslu fréttarinnar.

Undanfarin ár hefur Ferðaþjónustan á Hjalla verið með réttinn á leigu og selt veiðileyfi í Kaffi-Kjós