Tilkynning um förgun óskilafjár í Kjósarhreppi
Útgáfud.: 31. desember 2007
Tilkynning um förgun óskilafjár
Samkvæmt 60. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil o.fl. nr.
6/1986 er hér með tilkynnt að eftirfarandi óskilafé hefur
verið fargað í Kjósarhreppi árið 2007:
1. Ær, hvít, margvetra, hyrnd, óbrennimerkt, óplötumerkt,
mark: ómark.
2. Ær, tveggja til þriggja vetra, hvít, hyrnd, óbrennimerkt,
rúin, ómörkuð með vagl aftan vinstra eyra sem gæti verið
eftir útrifið plötumerki. Ánni fylgdu tveir dilkar, hrútlamb,
hvítt, hyrnt og gimbrarlamb, hvítt, hyrnt, bæði ómörkuð og
óplötumerkt.
Hér með er skorað á rétta eigendur að gefa sig fram við
oddvita Kjósarhrepps og sanna eignarrétt sinn á ofangreindu
óskilafé innan 45 daga frá birtingu auglýsingar þessarar.
Andvirði ofangreinds óskilafjár verður greitt út til þess, sem
sannar eignarrétt sinn að fénaðinum, að frádregnum
áföllnum kostnaði samkvæmt 61.gr. laga nr. 6/1986.
Reykjavík, 20. desember 2007.
Sýslumaðurinn í Reykjavík.