Tilkynning um framlagningu kjörskrár
22.02.2010
Deila frétt:
Kjörskrá fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram á að fara 6. mars mun liggja frammi á skrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði, frá og með 27. febrúar á afgreiðslutíma. Vakin er athygli á, að á kjörskrá eru allir íbúar Kjósarhrepps sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og voru skráðir með lögheimili í hreppnum þremur vikum fyrir kjördag. Lögheimilisskráningar eftir þann tíma breyta ekki kjörskrá. Auk framangreindra eru þeir á kjörskrá sem búsettir eru erlendis og áttu síðast lögheimili í Kjósarhreppi fyrir brottflutning síðastliðin átta ár. Sjö einstaklingar hafa þá stöðu. Heildarfjöldi á kjörskrá er 156, 85 karlar og 71 kona.
SH