Fara í efni

Tillaga A

Deila frétt:

 

 

Merkið vísar í forna gelíska merkingu orðsins Kjós sem er „kvos“ samkvæmt rannsóknum á gelískum uppruna örnefna á Íslandi. Þannig myndar blái liturinn dal eða kvos fyrir miðju merkinu. Hvíti liturinn myndar skál eða kaleik sem vísar í sterkar rætur frumkristni í Kjósinni. Eftir dalnum liðast hvít lína sem á að undirstrika að Kjósin er gjöful sveit sem á náttúruauðlindir og er einnig bein tilvísun í árnar Laxá og Bugðu. Merkið hefur sömuleiðis skírskotun í að um Kjós og með Laxá var helsta samgöngæð landsins fyrr á tímum milli Maríuhafnar og Skálholts.