Fara í efni

Tillaga að byggðamerki valin

Deila frétt:

Hreppsnefnd Kjósarhrepps gerði upp hug sinn varðandi val á tillögu fyrir byggðamerki fyrir Kjósarhrepp á fundi sínum þann 8. janúar. Auglýst var eftir tillögum snemma á síðastliðnu hausti og bárust 11 tillögur. Hlutskörpust reyndist tillagsa Arnars Viðar Erlendssonar á Þórsstöðum við Lækjarbraut. Ríkti eining um þá niðurstöðu.

Afgreiðsla hreppsnefndar var eftirfarandi:

 

Samþykkt að velja tillögu merkt D númer 1 til frekari úrvinnslu í samráði við höfund, sem er Örn Viðar Erlendsson

Tillaga merkt A nr.2 sem er eftir Ólafur Engilbertsson

Tillaga merkt C nr.3 sem er eftir Hjalti Andrés Sigurbjörnsson og Bernt Kolb

Tillaga merkt B nr.4 sem er eftir Örn Viðar Erlendsson

 

Fundagerðin í heild HÉR