Fara í efni

Tillaga B

Deila frétt:

Blái liturinn táknar fjörðinnog svarti liturinn fjöllin

Steðji og næsta umhverfi er eina svæðið sem friðlýst hefur verið í Kjósarhreppi; svæðið er friðlýst sem „náttúruvætti“ . Ákveðnar reglur gilda um umgengni við Steðja og næsta umhverfi og tilgreindar voru í auglýsingu um friðlýsinguna: Steðji: „Steðji (Staupasteinn) á Skeiðhóli, Kjósarhreppi, Kjósarsýslu“

Friðlýstur sem náttúruvætti með auglýsingu í Stjórnartíðindum               B, nr. 218/1974. Stærð 7 ha.

Sérkennilegur klettur á mjóum stöpli eins og staup í laginu. Ber mörg nöfn en er af flestum nefndur Staupasteinn. Skeiðhóll hefur verið vinsæll áningastaður ferðamanna. Friðlýstur 1974 „Skeiðhóll er undir miðju Hvammsfjalli í Hvalfirði. Milli hólsins og fjallsins er grunnt skarð þar sem ekið var um uns þjóð-vegurinn var færður niður fyrir hólinn, nær sjónum. Sunnan í Skeiðhól stendur afar sérstæður klettur, líkastur glasi á mjóum stöpli. Á honum eru þekkt að minnsta kosti fjögur nöfn: Prestur, Steðji, Karlinn í Skeiðhól og Staupasteinn“.

Flestir kannast trúlega við klettinn sem Staupastein en á vegvísi við þjóðveginn, nálægt Hvammsvík, er hann nefndur Steðji. Kletturinn og næsta nágrenni er friðlýst sem náttúruvætti. Einbúinn okkar býr í klettinum sjálfum og í brekkunni þar hjá. Erla Stefánsdóttir sjáandi veit einungis um átta einbúa sömu ættar á Íslandi. Auk okkar manns á Skeiðhóli, er slíkur einbúi við Brynjudalsá í Hvalfirði, tveir eru í Kópavogi og einn nálægt þjóðveginum við Blönduós, svo nokkrir séu nefndir. Til eru nokkrar sagnir af íbúum í Steðja, en þær verða ekki raktar hér. Hafa ber í huga að staðurinn var vinsæll áningastaður ferðalanga, svo vinsæll að Staupasteinsnafnið mun ekki hafa komið af engu. Eflaust hafa þá orðið til ýmsar sagnir, sem hver verður að hafa fyrir sig. Í rauninni er miður að þjóðvegurinn skuli ekki liggja lengur framhjá Steðja, svo mikinn svip hefur hann sett á ferðalög og hugi ferðalanga í gegnum tíðina.