Fara í efni

Tillaga D

Deila frétt:

Staðsetning á umhverfi merkisins er engin tilviljun.

Þetta er sá staður sem allir muna eftir sem komið hafa í Kjósina. Mikilfengleg Laxáin liðast niður í Laxvoginn með Reynivallaháls í bakgrunni og Botnssúlur í fjarska.

Íslenska sauðkindin er vanmetin. Hún hefur verið með okkur allt frá upphafi landnáms. Haldið á okkur hita á frostköldum vetrum og fætt okkur. Hvers vegna hefur hún ekki verið notuð sem tákn í neinu af íslenskum bæjar-eða sveitamerkjum? Er ekki kominn tími til að votta henni virðingu okkar?

Þegar mannsflótti var sem mestur frá Íslandi til betra lífs annars staðar í heiminum fór enginn héðan. Hér var blómleg sveit og gnægð matar. Kjósin er sveit.

Það sem ég er að reyna að koma til skila í merkinu er náttúrufegurð Kjósarinnar og að hér sé stundaður landbúnaður.