Fara í efni

Tjón vegna rafmagnstruflana fæst bætt

Deila frétt:

Handvön varð í rafspennistöð í Hvalfirði í liðinni viku, með þeim afleiðingum að rafmagn fór af stórum hluta landsins og þar á meðal Kjósarhreppi. Rafmagn kom síðan inn á dreifikerfið með allt of hárri spennu með þeim afleiðingum að fjöldi raftækja eyðilögðust á heimilum sem annarsstaðar.

Slík tjón eru bætt af orkusalanum og eru því notendur hvattir til að snúa sér til viðkomandi raforkusala.