Fara í efni

Tjörnin á Stekkjarflöt hefur mikið aðdráttarafl

Deila frétt:

Ólafur Oddsson frá Neðri-Hálsi hefur byggt sé snoturt hús í landi jarðarinnar sem nefnt hefur verið Stekkjarflöt. Hann hefur gert fallega tjörn framan við húsið sem hefur mikið aðdráttarafl bæði fyrir menn og málleysinga. Það ótrúlega kom í ljós í dag að bifreiðar hænast líka að tjörninni. Heimildarmaður kjos.is náði þessari einstöku mynd, þar sem ruslabíll sveitarinnar var að svala brýnasta þorstanum í tjörninni.