Töltkeppni í Boganum
24.03.2009
Deila frétt:
Næstkomandi laugardag kl. 15 (ath!! breyttann tíma ) stendur hestamannafélagið Adam fyrir töltkeppni í Boganum á Þúfu. Mótið er opið fyrir félaga í Adam og Kjósverja. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: karla, kvenna og 16 ára og yngri. Riðin verður einn hringur á hægu tölti, snúið við og riðinn einn hringur með hraðabreytingum og loks einn hringur á „fegurðartölti“ (u.þ.b. milliferð +). Úrslit verða riðin í hverjum flokki náist næg þátttaka.