Trjákurl í boði án endurgjalds
17.05.2007
Deila frétt:
Hafin er tilraun, að kurla trjágreinar á endurvinnsluplaninu (gámaplani) við Hurðarbaksholt. Fasteignareigendum gefst nú kostur á að koma á planið og sækja sér kurl. Ljóst virðist að kurlunin er dýrari kostur en aðrar tiltækar aðferðir til að afsetja greinarnar. Reynist eftirspurn eftir kurlinu eða ef einhverjir eru tilbúnir til að brúa kostnaðaraukann við kurlunina verðu verkinu framhaldið.
Mynnt er á að ekki er gert ráð fyrir að greinar og önnur jarðefni berist á endurvinnsluplan heldur afsetjist heimafyrir í samráði við landeigendur sé þess nokkur kostur.