Fara í efni

Tveir dagar í þorrablót

Deila frétt:

Nú eru aðeins tveir dagar í blót og í  heimahúsum er undirbúningur vart minni en hjá kvenfélagskonum fyrir þorrablótið. Enn mun það vera svo að konan getur ekki verið þekkt fyrir að láta sjá sig í sama kjólnum tvö þorrablót í röð. Helst á svo kjóllinn að vera sérsaumaður, með framandlegu og nýstárlegu útliti og skart þarf að vera í stíl.  Skó  þarf nýja og tösku sem passar þar við. Þetta hefur verið teygt svo langt að nú heyrist af einni konu sem hefur einsett sér að mæta hreinlega í lopapesu, föðurlandi og gúmmískóm.

Hárgreiðslu- og snyrtistofur á suðvesturhorninu eru fullar út úr dyrum af konum sem ætla á þorrablótið, einnig naglaálímingarherbergi og hárlosunarklefar.

Heldur minna fer fyrir körlunum. Þeir sjást mest í áfengisbúðum á sama tíma og hugsanlega við skyrturekka verslana