Tveir dagar í þorrablótið
20.01.2011
Deila frétt:
Núna eru aðeins tveir dagar og tvo sof í þorrablótið.
Panta á miðana í dag, milli kl 16:00 og 18:00 í síma 5667028. Miðarnir verða síðan afhentir í Félagsgarði á morgun, föstudag, milli kl 16:00 og 18:00. Tekið er við greiðslukortum.
Skemmtinefndin hefur verið á fullu að leita uppi eitthvað markvert og skemmtilegt sem gerðist á síðasta ári. Talið er að þokkalega hafi tekist til en vert er að taka fram að gætt hefur niðurskurðar þar eins og annars staðar og má reikna með að flatur niðurskurður á skemmtiefni kvenfélagsins miðað við fyrri blót, verði rúmlega 5% eins og víða í þjóðfélaginu í dag.