Týndur hestur
Ágætu viðtakendur í Hvalfjarðarsveit og Kjósarhreppi.
Sunnudaginn 18. sept. tapaði sonur minn rauðum, 10 vetra hesti í leitum í Þingvallasveitinni. Hann var þá staddur skammt frá Botnssúlum, nánar tiltekið í Fossabrekkum.
Hrossið hefur ekki skilað sér og ekki fundist þrátt fyrir talsverða leit á svæðinu þar sem það tapaðist.
Hafi hesturinn hrakist undan veðri þarna í upphafi hefur hann stefnt til Hvalfjarðar og eins hefur hann verið nokkur sumur á Kjalarnesi í sumarhaga og gæti því leitað þangað.
Hesturinn er dökkrauður, fax og tagl í sama lit og skrokkurinn.
Er mögulegt að þið gætuð tilkynnt þetta á heimasíðum sveitarfélaganna, ef einhver skyldi koma auga á hann, eða jafnvel þegar hafa séð hann?
Eigandi: Gísli Vilhjálmur Konráðsson sími 6625145, netfang gvk1991@gmail.com.
Einnig hægt að hafa samband við Margréti Guðmundsdóttur síma 697 9866 eða gegnum tölvupóst mgu@hi.is.
Með kveðju og þakklæti,
Margrét Guðmundsdóttir
Melbæ 24
Reykjavík