Fara í efni

Umhverfishátíð í Hvalfirði

Deila frétt:

Umhverfisvaktin í Hvalfirði stendur fyrir umhverfishátíð sunnudaginn 10. apríl nk. Hátíðin ber yfirskriftina „Búum komandi kynslóðum heilbrigt umhverfi‟.
Á dagskrá eru áhugaverð erindi og tónlist, auk þess sem börnin geta tekið þátt í gerð umhverfislistaverks.
Meðal framsögumanna eru Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Ómar Ragnarsson og Gunnar Hersveinn. Hátíðin stendur frá kl 14-16 og er haldin að Hlöðum í Hvalfjarðarsveit.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

 

Skoða dagskrá.