Fara í efni

Umhverfishátíðin fór vel fram

Deila frétt:

 Sunnudaginn 10. apríl gekkst Umhverfisvaktin við Hvalfjörð fyrir umhverfishátíð að Hlöðum á Hvalfjarðarströnd. Yfirskrift hátíðarinnar var „Búum komandi kynslóðum heilbrigt umhverfi.“ Hátíðin fór í alla staði vel fram. Dagskráin var í formi ávarpa og söngatriða og tókst sérlega vel. Börnin unnu listaverk sem sýnt var í lok hátíðar, vefur Umhverfisvaktarinnar var formlega opnaður og Gauji staðarhaldari að Hlöðum sá um að gestir fengju hressingu.Veðrið setti strik í reikninginn varðandi aðsókn. Kannski var náttúran bara að minna á mikilleik sinn.

Nokkur af ávörpunum sem flutt voru á hátíðinni má nálgast á vef Umhverfisvaktarinnar www.umhverfisvaktin.isundir flipanum Umhverfishátíð og undir flipanum Myndirmun innan skamms verða búin til mappa með myndum frá hátíðinni.