Fara í efni

Undirbúningsfundur fyrir Kátt í Kjós - þriðjudag 23. júní í Ásgarði kl. 17:00

Deila frétt:

 

Opinn fundur markaðsnefndar Kjósarhrepps verður þriðjudaginn 23. júní, milli kl. 17-18 í Ásgarði.

Allir sem þegar hafa skráð sig með viðburð á sveitahátíðina Kátt í Kjós, eða hafa áhuga á að vera með í þessari hátíð, eru hvattir til að mæta.

Tilvalið að hittast, bera saman bækur sínar, koma með tillögur, ábendingar og stilla saman strengi fyrir daginn.

 

Hátíðin okkar - Kátt í Kjós - verður haldin laugardaginn 18. júlí nk.

 

Hinn sívinsæli sveitamarkaður verður að venju í Félagsgarði og þegar eru öll söluborð farin.

Ýmsir viðburðir verða víðsvegar um sveitina og enn er pláss fyrir fleiri sem langar að bjóða heim. Sérstaklega er auglýst eftir aðilum til að bjóða heim á bæ og leyfa fólki að komast í nálægð við dýrin í sveitinni.

 

Áhugasamir sem ekki komast á fundinn vinsamlega hafið samband við Sigríði Klöru á skrifstofu hreppsins; s: 566-7100. Netfang: sigridur@kjos.is