Undirritun samnings um Svæðisskipulag Höfuðborgarsvæðisins
30.06.2015
Deila frétt:
Hreppsnefnd Kjósarhrepps lýsir yfir ánægju sinni með nýsamþykkt Svæðisskipulag fyrir Höfuðborgarsvæðið til ársins 2040. Kjósarhreppur er aðili að skipulaginu ásamt Mosfellsbæ, Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Í hinni nýju samþykkt koma fram háleit markmið um mikilvægi hreinleika svæðisins svo sem til útivistar, ferðaþjónustu, matvælaframleiðslu og fl. Samrýmist það mjög vel stefnu Kjósarhrepps í umhverfismálum og landnýtingu samanber kaflann um „Náttúru og útivist“. Sjá hér
Hreppsnefnd Kjósarhrepps mun hér eftir sem hingað til leggja áherslu á að gæta hreinleika svæðisins við Hvalfjörð svo sem mögulegt er.
Það voru stjórnarmenn SSH sem rituðu undir Svæðisskipulagið. Fréttatilkynning SSH sjá hér

