Fara í efni

Unglingarnir eljusamir

Deila frétt:

Aron,Sævar,Baldur, Kristjana og Þórdís
Unglingarnir sem hafa verið að vinna fyrir Kjósarhrepp hafa skilað góðu starfi á liðnum tveimur vikum. Búið er að slá og snyrta allt í kringum Ásgarð og Félagsgarð, hreinsa endurvinnsluplanið og í kringum gámana á Eilífsdal. Síðan voru sett saman nokkur útiborð, gert við grindverkin við Ásgarð og þau að lokum máluð.