Fara í efni

Unglingavinna í Kjósinni í sumar

Deila frétt:
Unglingavinna í Kjós
Unglingavinna í Kjós

Unglingavinna fyrir aldurshópinn 14-16 ára verður starfrækt í sumar með hefðbundnum hætti ef nægur áhugi er fyrir hendi. 

Vinnan mun hefjast 11. júní og vera til 11. júlí, báðir dagar meðtaldir, mánudaga-fimmtudaga frá kl 10-16.

Helstu verkefnin verða: sláttur og hirðing, rusl tínt meðfram vegum, ám og strandlengju, málun og fleira.

Áhugasömum er bent á að skila inn umsóknum í tölvupósti á netfangið, kjos@kjos.is fyrir 27. maí næstkomandi.