Fara í efni

Uppbygging á þráðlausu háhraðaneti í Kjósarhreppi

Deila frétt:

Kjósahreppur og eMax/iCell hafa gert með sér samstarfssamning um uppbyggingu á þráðlausu háhraðaneti sem hentar vel í strjálbýlu sveitarfélagi.

Þörfin fyrir öflugt Internet hefur aldrei verið meiri. Á heimilum eru sífellt fleiri tæki tengd netinu, tölvur, spjald-tölvur og símar. Auk þess hefur umfang notkunar aukist, t.d. með auknu framboði á mynd og sjónvarps efni. Sú lausn sem hefur verið í notkun hingað til hefur ekki borið svo mikla umferð. Ný þráðlaus tækni gefur nú möguleika á að mæta þessari þörf á hraðari nettengingum og er mun hagstæðari en aðrar sambærilegar lausnir.

 

Sveitastjórnin hefur leitað leiða til að íbúar gætu fengið hraðvirkt og traust netsamband, sem er nauðsynlegt framfaraspor á tímum 21. aldar. Gerð hefur verið prufa á þessum búnaði í Kjósinni og augljóst að hér er um byltingu að ræða. 

 

Lausnin sem eMax býður nýtir nýjustu þráðlausu tækni og gefur aukinn hraða og traustari rekstur. Samanborið við ljósleiðara er þráðlausa tæknin hagstæð fyrir strjálbýl sveitafélög. Í þessu tilfelli kostar lausnin frá eMax t.d. um 2 % af kostnaði við ljósleiðaravæðingu.

 

Í upphafi er gert ráð fyrir að hvert heimili fái allt að 20 mbit hraða enda sé það ríflegt fyrir alla almenna netnotkun. Í framhaldinu verður möguleiki að nýta tenginguna fyrir sjónvarpsþjónustu.

 

Þessi nýja tækni  sér um að jafna álagi þannig að mikil notkun eins viðskiptavinar truflar ekki aðra. Auk þess eru miklu meiri burðargeta í kerfinu.