Uppdæling Björgunar í Hvalfirði stöðvuð
Bráðarbyrðarleyfi Björgunar ehf., frá 13. nóvember 2006, til efnistöku á hafsbotni, í Hvalfirði, Kollafirði og umhverfis Syðra-Hraun í Faxaflóa rann út 31. ágúst. Efnistaka Björgunar liggur því niðri á þessum stöðum um þessar mundir.
Björgun ehf. er að láta vinna umhverfismat fyrir efnistöku á þessum svæðum og á grundvelli þess getur Björgun sótt um áframhaldandi námuleyfi. Orkustofnun, sem er umsjónaraðili með námuvinnslunni, hefur ekki skilað inn athugasemdum til Skipulagsstofnunar vegna frummatskýrslu Björgunar, vegna Hvalfjarðar, og er því nokkuð í land að endanleg skýrsla verði tilbúin. Jóhann Garðar Jóhannsson útgerðarstjóri Björgunar var orðvar um stöðu málsins þegar kjos.is hafði samband við hann í morgun en sagði að málið væri í vinnslu og einhverrar niðurstöðu væri að vænta í vikulokin. Samkvæmt upplýsingum úr iðnaðarráðuneytinu liggur fyrir umsókn frá Björgun um einhverjar framlengingar á námuleyfinu.
Ekki hefur enn náðst í iðnaðarráðherra vegna þessa máls eða fengist svör við því hvort um framlengingar verði um að ræða.
Sveitarfélögin í Hvalfirði auk landeigenda hafa lengi barist gegn uppdælingu úr firðinum, enda hefur hún valdið stórfelldum spjöllum á fjörum og aukið landbrot.
Það yrði því mikið áfall fyrir þeirra sjónarmið ef einhverjar framlengingar á námuvinnslunni yrði leyfðar