Upplýsinganefnd vill afmá ólíðandi ummæli af kjos.is
08.01.2009
Deila frétt:
Á fundi upplýsingar-og fjarskiptanefndar þann 5. janúar sl. var til umfjöllunar nýleg skrif á kjos.is þar sem ónefndur aðili, er að áliti nefndarinnar, með ólíðandi ummæli um menn og málefni í athugasemdadálki við fréttir á síðunni. Leggur nefndin til að vefstjóri fjarlægi umrædd skrif af kjos.is.
Nefndin leggur einnig til að vefstjóri sjái til þess að óviðeigandi efni verði fjarlægt jafnóðum í framtíðinni.
Fundagerðina má nálgast HÉR
Hreppsnefnd Kjósarhrepps mun fjalla um málið á fundni sínum í kvöld 8. janúar