Fara í efni

Úrslit frá folaldasýningu Adams.

Deila frétt:

Hestamannafélagið Adam í Kjós stóð fyrir folaldasýningu í Boganum að Þúfu

s.l. helgi. Þetta var fyrsta uppákoman í Boganum, og að því tilefni voru

veitingar í boði Þúfubænda. Vel var veitt, en þó heita eigi krepputíð,

voru gestir hinir hógværustu og munu afgangar líklega endast þeim

Þúfubændum langt fram á Þorra, jafnvel lengur ef tíðin verður hagstæð.

Til leiks voru skráð 22 folöld og mörg hver stórglæsileg. Dómari var hinn

bráðskemmtilegi hrossakynbótaviskubrunnur; Kristinn Hugason, og fórst

honum starfið einstaklega vel úr hendi.  Frh...