 |
| Snædís á Lonna |
Hestamannafélagið Adam stóð fyrir gæðingakeppni á beinni braut við Félagsgarð s.l. laugardag. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem keppt er á hestum á íþróttasvæði UMF Drengs, en svæðið hentar einstaklega vel fyrir hestaíþróttir. Keppt var í A – og B-flokki gæðinga og var þátttaka mjög góð og skemmtu allir sér vel við þessar frábæru aðstæður. Dómarar komu frá hestamannafélaginu Fáki og þakkar Adam þeim kærlega fyrir góð dómsstörf. Til úrslita mættu 5 hestar í hvorum flokki, en aðeins 3 hlutu verðlaun. Keppni í flokkunum var hörð, en hæstu aðaleinkunn hlaut in 20 vetra gamli Fróði frá Hnjúki eða 8,30. Í A-flokknum mátti sjá fína skeiðspretti og góð tilþrif. Meðfylgjandi eru nokkarar myndir frá mótinu....