Fara í efni

Úrslit í Bogatöltinu

Deila frétt:

Þó ekki hafi töltmótið í Boganum verið hið stærsta, var hestakosturinn þrælsterkur, og nú bíða menn spenntir eftir næsta mótinu hjá Adam. Dómari í Bogatöltinu var hinn sívinnandi athafnamaður Jón „Bobcat“ Jónsson, bóndi í Varmadal. Jón dæmdi eins og sá sem valdið hefur, sem hann reyndar hafði.

Úrslit urðu eftirfarandi:

 

Kvennaflokkur:

1.    Sæti.  Katrín Sif Ragnarsdóttir á Sprota frá Múla.

2.    Sæti.  Guðríður Gunnarsdóttir á Náttfara frá Hvítárholti.

3.    Sæti.  Æsa Sebastian á Hrappi frá Heiðarbrún.

 

Karlaflokkur:

1.    Sæti. Haukur Þorvaldsson á Fálkadrottningu frá Meðalfelli.

2.    Sæti. Vilhjálmur Þorgrímsson á Sindra frá Oddakoti.

3.    Sæti. Einar Guðbjörnsson á Takti frá Ragnheiðarstöðum.

4.    Sæti. Björn Ólafsson á Geisla frá Holtsmúla.

5.    Sæti. Orri Snorrason á Mörtu frá Morastöðum.

 

Fyrir þá sem voru í sætum 2 og aftar, þá má benda á að nú eru sölusýningar mjög víða og kannski ráð að líta á þær ef menn eru ekki sáttir við árangurinn. Og munið; hross til slátrunar þurfa að vera örmerkt.

Næsta mót er fyrirhugað sumardaginn fyrsta, en það er aldrei að vita nema Adam skelli á móti fyrr. Stjórn Adams skorar á hestamenn í félaginu og aðra Kjósverja að vera þátttakendur í mótum félagsins, en þau eru fyrst og fremst hugsuð til skemmtunnar, þó keppnisskapið sé haft með.

Bestu kveðjur

Stjórn Adams