Úrslit ísleika á Eyjatjörn
10.03.2009
Deila frétt:
Adam í Kjós stóð fyrir slysalausu tjarnartölti á Eyjatjörn á laugardaginn. Af tillitsemi við önnur mót var mót þetta haldið í kyrrþey, en þetta var eiginlega upphitunarmót fyrir megaístöltið sem haldið verður á Meðalfellsvatni um leið veðurguðinn stendur við sitt. Þátttaka var meiri en vonast var til og kom það illa niður á sumum Adamsfélögum sem ætluðu sér stóra hluti á móti þessu, þó aðrir hafi blómstrað. Aðstæður voru mjög góðar og veðrið frábært eins og alltaf í Kjósinni. Hér neðar á síðunni má sjá fullt af myndum frá þessu fallega móti.