Úrslitin í Boganum
29.03.2009
Deila frétt:
Þá er glæsilegasta innhústöltmóti sem haldið hefur verið í Kjósinni lokið. Þátttaka var mjög góð í karlaflokki en hefði mátt vera meiri í öðrum flokkum. Dómari var Þórir Örn Grétarsson, sem naut aðstoðar frúar sinnar. Honum fórst starfið mjög vel úr hendi og stjórnaði hann keppninni af mikilli röggsemi. Adam þakkar Þóri og frú kærlega fyrir þeirra störf. Þátttakendur skemmtu sér hið besta þrátt fyrir hálfgert leiðinda veður úti, en veðrið í Boganum klikkar ekki, þar var algjör Bahama blíða sem fyrr.