Fara í efni

Úrslitin í kepninni um flottustu fuglahræðuna á Kátt í Kjós

Deila frétt:

Úrslit eru komin í keppninni um flottustu fuglahræðuna á Kátt í Kjós sem haldin var laugardaginn 16. júlí. Búið var að ákveða að kosning færi fram á staðnum en vegna þess að ekki var vitað hvað margar fuglahræður kæmu og engin komin rétt fyrir opnun hátíðarinnar var það slegið af. Síðan mættu nokkrar hræður, gestum til mikillar skemmtunar. Nefnd var þá skipuð á sunnudeginum og formaður hennar Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir á Snartastöðum við Kópasker, en hún er þegar orðin landsþekkt fyrir frumlega fuglahræðugerð enda fædd og uppalin í Kjós nánar tiltekið í Flekkudal. Samdóma álit nefndarinnar var að þessi við hliðina fengi fyrsta sætið og er eigandi hennar Jana Katrín Magnúsdóttir í Miðbúð. Hinar voru flottar líka eins og sjá má