Fara í efni

Útreikningar Norðuráls og Umhverfisstofnunar bera ekki saman

Deila frétt:

Norðurál hafnar þeirri niðurstöðu Umhverfisstofnunar að losun vegna flúorkolefna frá álverinu á Grundartanga hafi verið 319 þúsund tonn af CO2 ígildum  árið 2006. Norðurál telur losunina hafa verið á hámarki 126 þúsund tonn. Þetta kemur fram á heimasíðu fyrirtækisins.

Af þessu tilefni hefur Umhverfisstofnun sent frá sér athugasemd þar sem fram kemur að útreikningar Umhverfisstofnunar á útstreymi gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eru í samræmi við reiknireglur vísindanefndar SÞ um loftslagsbreytingar (IPCC). Stofnunin beitir sömu aðferð við útreikninga á útstreymi perflúorkolefna frá öllum starfandi álverum á Íslandi.

Þá segir að Norðuráls virðist vera að vísað til niðurstaðna mælinga sem stóðu yfir í eina viku árið 2003, og það er mat Umhverfisstofnunar að slík gögn uppfylli ekki kröfur um framangreindra útreikninga.