Val ásetninglamba stendur yfir
23.09.2008
Deila frétt:
Þessa daganna, að afloknum smölun og réttum, tekur fjárrag við. Draga þarf fé í dilka, allt eftir hver örlög þess verður. Margir leggja í mikla vinnu við val ásetnings enda er það einn mikilvægasti þáttur ræktunarstarfsins. Á myndinni hér til hliðar hafa hjónin á Grímsstöðum þau Hreiðar og Ásta einmitt lokið því starfi og eru komin með álitlegan hóp ásetnings en þau hafa náð ágætum árangri í ræktun hjarðar sinnar á síðustu árum.
Þau urðu hinsvegar fyrir því óláni að tvær tvílembdar ær og einn veturgamall sauður gerðust línubrjótar og komu á heimtur á Hvalfjarðarströnd. Voru örlög þess fjár þar með ráðin.