Vegabætur mjakast áfram í Kjósinni
Þessa dagana er Vegagerðin að vinna við 900 m kafla á Meðalfellsvegi fyrir innan Hjalla.
Vegurinn verður endurbættur og styrktur, meðal annars er búið að laga (minka) blindhæð sem var á miðjum kaflanum.
Auk þess er verið að skipta um ræsi í veginum sem voru ónýt og verið er að keyra efni í vegfláa.
Seinni partinn í næstu viku verður sett klæðing á veginn.
Hnjótur ehf. sér um endurbætur á veginum og undirbúningsvinnu.
Borgarverk ehf. sér um að klæða veginn.
Fyrr í sumar voru gerðar lagfæringar á nokkrum heimreiðum í Kjós.
Vegirnir voru rásaðar með hefli, brotið grjótið í þeim með brjót og síðan voru þeir flestir mölbornir.
Í vetur og vor var unnið við ræsagerð á Eyrarfjallsvegi við Kiðafellsá / Miðdalsá.
Settir voru tveir nýir hólkar í staðinn fyrir gamla einbreiða brú sem var að falli komin. SKÁ