 |
| Merki veiðihússins í Brynjudal |
Veiði hefur verið dræm í laxveiðiám í Kjósinni í upphafi veiðitímabilsins. Þegar svo á stendur þá er enn mikilvægara en áður að aðbúnaður veiðimanna í veiðihúsum og í náttúru landsins sé sem bestur. Margir svokallaðir veiðimenn nota veiðiferðir sem tilefni til útiveru og til að komast í tengsl við náttúru landsins. Að þeim sökum er mikilvægt að í boði sé fjölbreyttir möguleikar til náttúruviðveru þegar veiði bregst. Veiðimenn í Laxá í Kjós notuðu tækifærið á dögunum, þegar ekki var veiðivon og brugðu sér til Þingvalla og kynntu sér sögu þeirra, og þeirrar náttúruauðlegðar sem heillar hvers manns hjarta. Veiðihúsið við Laxá er unaðsstaður í náttúru landsins og aðstaða öll til eftirbreytni. Fyrir kröfuharða viðskiptavini er það hluti af þeirra þörfum, en ekki má vanmeta þörf þeirra fyrir ríkulegum tækifærum til annarrar afþreyingar.