Fara í efni

Veiðikortið gildir í Meðalfellsvatn frá 1. apríl

Deila frétt:

 

Aðsend fréttatilkynning

Búið er að semja um að Meðalfellsvatn í Kjós verði innan vébanda Veiðikortsins, en veiði hefst í vatninu 1. apríl 2008.

Meðalfellsvatn er kærkomin viðbót við þau rúmlega 30 veiðivötn sem fyrir eru í Veiðikortinu, en vatnið er í tæplega 50 km fjarlægð frá Reykjavík.  Meðalfellsvatn er eitt vinsælasta veiðivatnið í nágrenni við höfuðborgina.  Í vatninu er mikið af bleikju og urriða.  Þegar líða tekur á sumar veiðist þar einnig lax og sjóbirtingur.  Nánari upplýsingar um vatnið verða birtar á www.veidikortid.is á næstu dögum.