Fara í efni

Veiðiþjófar á ferð í Kjósinni

Deila frétt:

Í áratugi hefur Veiðifélag Kjósarhrepps staðið fyrir metnaðarfullu ræktunarstarfi á vatnasvæði Laxár í Kjós og Bugðu þar sem teknir eru laxfiskar á haustin í klak og gönguseiðum sleppt á vorin. Nú hefur sá ótrúlegi atburður gerst að óprúttnir aðilar hafa farið í klakkistur félagsins við ánna og stolið þaðan kynbótafiski. Þetta er mikið tjón fyrir félagið því erfitt getur verið að ná í þessa fiska. Svo virðist sem einhverjir séu að ferð um sveitina í skjóli nætur við ólöglega iðju við ánna en einnig má geta þess að nýlega voru veiðiþjófar gripnir við Bugðu í tvígang.

Við óskum því eftir aðstoð frá ykkur kæru Kjósverjar og biðjum ykkur að hafa samband ef sést til undarlegra mannaferða við Laxá og Bugðu eftir kl. 21:00 á kvöldin. Hægt er að hafa samband við Guðmund Magnússon, formann Veiðifélags Kjósarhrepps, í síma 861-5411 eða Harald Eiríksson leigutaka í síma 845-4595.

Einnig er hægt að senda tölvupóst á karaneskot@gmail.com

Með bestu kveðju,

Guðmundur Magnússon