Vel heppnuð hátíð "Kátt í Kjós"
29.07.2013
Deila frétt:
Mikil kátína er í Kjósinni eftir vel heppnaða hátíð.
Aðsóknarmet slegið, heyrúllur til skreytinga kláruðust. Fjallagrösin og aðalbláberjasulturnar kláruðust. Vöfflur kvenfélagskvenna slógu í gegn.
Hestarnir enn ringlaðir eftir 400 hringi við réttina, yrðlingurinn búinn að sofa í sólarhring eftir alla athyglina.
Magnús Þór alsæll með leiðsögn um Hvítanesið fyrir yfir 100 manns.
Þríþrautakappar í skýjunum yfir skemmtilegum Kjósarspretti og strax farnir að æfa fyrir næsta ár. Nánar á www.kjosarstofa.is
