Vel heppnuð opnun Kjósarstofu
27.06.2011
Deila frétt:
Um 70 manns sóttu vel heppnaða opnunarhátíð Kjósarstofu á laugardag 25 júní. Stjórn Kjósarstofu kynnti dagskrána og markmið
stofunnar í Ásgarði og Guðmundur Davíðsson oddviti opnaði stofuna formlega þar sem sjá má sýningu um SÓL í Hvalfirði, upplýsingar um Kjósina og versla handverk og bækur sem tengjast svæðinu. Að opnun í Ásgarði lokinni var safnast saman við varðeld í Ólaskógi og brauð bökuð yfir eldinum á meðan Steindór Andersen kvæðamaður flutti kvæði um Kjósina og ýmsar stemmur, Erla Stefánsdóttir sagði frá vættum á svæðinu og Bjarki Bjarnason sagði nýjustu fréttir af Írafells Móra. Ragnar Gunnarsson lék á milli atriða á harmonikku og gítar.


