Fara í efni

Vel mætt á heilsukvöld í Ásgarði

Deila frétt:

 

Solla kennd við Gló, kom í Kjósina í gærkvöldi og voru margir mættir til að fræðast um hollt mataræði.

Solla fór á kostum, deildi bæði uppskriftum, góðum ráðum og kryddaði með persónulegum sögum.

 

Hún galdraði fram græna djúsa og sjeika (misgirnilega en bragðgóða) en toppurinn var þegar hún bauð upp á Snickers-hráköku.

Inntakið hjá henni var að maður á að njóta án samviskubits, sama hvað maður er að setja upp í sig, það huglæga skiptir svo miklu máli.

Alla uppskriftir má nálgast á http://lifraent.is/