Fara í efni

Vel sóttur íbúafundur

Deila frétt:

Íbúafundur var haldinn í Félagsgarði þann 25. maí sl.   Á fundinum kynnti sveitarstjóri samning um barnaverndarþjónustu og samning um félagsþjónustu og þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir sem Kjósarhreppur er að gera við Mosfellsbæ. Sveitarstjóri kynnti líka yfirstandandandi innleiðingu á flokkun á lífrænum úrgangi. Framkvæmdastjóri Kósarveitna kynnti tækifærin sem felast í nota Kortasjánna og fór yfir stöðuna hjá hitaveitunni og þær framkvæmdir og breytingar sem eru að verða varðandi hemla og mæla. Mikill áhugi var á þessum dagskrárlið og svaraði framkvæmdastjóri fyrirspurnum sem voru þó nokkrar.  Undir almennum umræðum ræddu fundarmenn m.a. lausagöngu búfjár, fyrirætlanir sveitarstjórnar varðandi Ásgarðslandið, möguleika á að fá aðgang að moltu og fleira sem brennur á íbúum og sumarhúsaeigendum.  Málefnalegt og gott samtal einkenndi fundinn og sveitarstjórn lýsti því yfir að þau myndu hafa íbúa fundi a.m.k. árlega með þessu sniði.  Fundurinn var mjög vel sóttur og þakkar sveitarstjórn fundargestum fyrir mætinguna og gott og innihaldsríkt samtal.