Velheppnað Þorrablót í Kjósinni & óskilamunir
Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps 2016 tókst með eindæmum vel.
Tískusýning á því sem finnst í gámum víðsvegar um sveitina sló algjörlega í gegn og pantanir á kjólum streyma inn til kvenfélagskvenna. Eiginmenn þeirra sáum um sýningarstörfin. Gísli "Landinn" Einarsson var kvenfélagkonum til aðstoðar við gerð Þorrablóts annálsins sem að þessu sinni bar heitið "Þæfingur"
![]() |
![]() |
![]() |
|
Sigurþór Meðalfelli var tignarlegur í brúðarkjól úr rúlluplasti |
Guðmundur Káraneskoti bar Mjólkur-kjólinn vel |
Svanur Lækjarbraut var í boði koffín-námsmanns. Kjóllinn heitir VELVAKANDI |
Óskilamunir eftir Þorrablótið eru komnir niður á
skrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði, s: 5667100
![]() |
![]() |
![]() |
| Grár herra frakki og 2 kápur |
Vasapeli (tómur) Merktur: SEO 4.8.2002 |
Þetta bíður enn eiganda síns eftir Þorrablót 2015! Vasapeli (fullur) og húfa |
Næsti viðburður í Kjósinni er messa að Reynivöllum næsta sunnudag, 30. janúar kl. 14.
Sr. Gunnar Kristjánsson þjónar fyrir altari.






