Fara í efni

Velheppnað Þorrablót í Kjósinni & óskilamunir

Deila frétt:

 

   Þorrablót Kvenfélags Kjósarhrepps 2016  tókst með eindæmum vel.

Tískusýning á því sem finnst í gámum víðsvegar um sveitina sló algjörlega í gegn og pantanir á kjólum streyma inn til kvenfélagskvenna. Eiginmenn þeirra sáum um sýningarstörfin. Gísli "Landinn" Einarsson var kvenfélagkonum til aðstoðar við gerð Þorrablóts annálsins sem að þessu sinni bar heitið "Þæfingur"

 

Sigurþór Meðalfelli 

var tignarlegur í

brúðarkjól úr rúlluplasti

Guðmundur Káraneskoti

bar Mjólkur-kjólinn vel

Svanur Lækjarbraut var

í boði koffín-námsmanns.

Kjóllinn heitir VELVAKANDI

 

Óskilamunir eftir Þorrablótið eru komnir niður á

skrifstofu Kjósarhrepps í Ásgarði, s: 5667100

Grár herra frakki og 2 kápur

Vasapeli (tómur)

Merktur: SEO

4.8.2002

Þetta bíður enn eiganda síns eftir Þorrablót 2015!

Vasapeli (fullur) og húfa

 

 

Næsti viðburður í Kjósinni er messa að Reynivöllum næsta sunnudag, 30. janúar kl. 14.

Sr. Gunnar Kristjánsson þjónar fyrir altari.